A. Lánamál

A. Lánamál

Í upphafi þarf kaupandi að huga að lánamöguleikum þeim sem í boði eru hjá bönkum, Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum eða öðrum lánastofnunum.

Á þessu stigi er oft hægt að fá góð ráð hjá fasteignasölum innan Félags fasteignasala. Í upphafi fer kaupandi í greiðslumat og leggur fyrir lánastofnun upplýsingar sem óskað er eftir en þá kemur í ljós hvort lán og þá hve hátt fáist til kaupanna.   

Mikilvægt að kaupendur hugi vel að því hvort taka eigi verðtryggð eða óverðtryggð lán og kosti og ókosti hvorrar tegundar. Almennt má segja að umtalsvert þyngri greiðslubyrði sé á óverðtryggðum lánum fyrstu árin en á hinn bóginn lækkar þá höfuðstóll lánsins mun fyrr. 

Á verðtryggðum lánum er á hinn bóginn léttari greiðslubyrði í upphafi.   Brýnt er að kanna   hvaða vextir bjóðast á markaðnum og þá er mikilvægt að huga að því hver tímalengd lánsins sé. Mikill munur er á því hver heildarendurgreiðsla verðtryggðs láns er eftir tímalengd láns.  Sem dæmi um það má nefna lán hjá lánastofnunum sem er tekið annars vegar til 25 ára og hins vegar til 40 ára getur munað í dag allt að 60% á því sem greitt hefur verið meira í lokin af 40 ára láni. Vaxtakostnaður verður þ.a.l. mun meiri eftir því sem lánið er lengra.

Það er því brýnt að kaupendur hugi vel að því m.a. að tímalengd lána skiptir miklu og ráðfæri sig vandlega við félagsmann innan FF eða lánastofnun þegar hugað er að lánamálum. Félagsmönnum FF er boðið upp á sí/endurmenntun á þessu sviði sem öðrum sviðum.