G. Frá því kaupsamningur er gerður og fram að afsali

G. Frá því kaupsamningur er gerður og fram að afsali

Þarna er um að ræða mjög mismunandi tímalengd en hún ræðst af samkomulagi kaupanda og seljanda. Komi á þessum tíma upp að seljandi telji eignina ekki í samræmi við það sem kveðið hefur verið á um í söluyfirliti, samningum eða því sem seljandi hefur veitt upplýsingar um er rétt að snúa sér til fasteignasalans til ráðgjafar. Fasteignasalinn ráðleggur aðilum um framhald málsins og reynir sættir með þeim. Þetta reynir fasteignasali að nálgast á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar og endurmenntunar sem FF býður öllum félagsmönnum sínum upp á. Félagsmaður FF reynir að fara yfir mál og miðla málum enda oft mjög kostnaðarsamt að leita aðstoðar lögmanna auk þess í framhaldinu að þurfa hugsanlega að fara dómstólaleiðina.

Þegar afsal hefur verið gefið út þá er í raun afskiptum fasteignasalans lokið. Þrátt fyrir það leggja engu að síður oft öflugir fasteignasalar mikið upp úr því að veita ráðgjöf og leita lausna komi upp ágreiningsmála síðar. Margir fasteignasalar hafa þann metnað að viðskipti sem þeir hafa haft milligöngu um séu alls staðar hnökralaus og framúrskarandi þjónusta veitt viðskiptavinunum.

Kaupandi á ekki að bæta úr hinum meinta galla án samráðs við seljanda og fasteignasöluna. Ekki má halda eftir hærri greiðslu en sem nemur þeirri fjárhæð sem ætla má að kosti að bæta úr hinum meinta galla en brýnt er að vekja athygli á því að sé greiðlu haldið eftir er það á ábyrgð kaupandans að gera það.